Í erindi dagsettu 20. febrúar 2019 óskaði Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið eftir ráðgjöf um veiðar á sæbjúgum á tímabilinu 1. mars 2019 til og með 31. ágúst 2019 byggt á fleiri veiðisvæðum en Hafrannsóknastofnun hefur áður veitt ráðgjöf fyrir. Veiðisvæðin byggja á drögum á reglugerð sem kynnt voru á samráðsgátt stjórnvalda þann 11. desember 2018.
Hafrannsóknastofnun ráðleggur í samræmi við varúðarnálgun að afli sæbjúgna á tímabilinu 1. apríl til 31. ágúst 2019 á svæðum verði eftirfarndi:
- Svæði A. Vestfirðir Norður-Aðalvík: 0 tonn
- Svæði B. Vestfirðir miðsvæði: 66 tonn
- Svæði C. Vestfirðir suðursvæði: 50 tonn
- Svæði D. Utanverður Breiðarfjörður: 56 tonn
- Svæði E. Faxaflói: 508 tonn
- Svæði F. Austurland norðursvæði: 0 tonn
- Svæði G. Austurland miðsvæði: 0 tonn
- Svæði H. Austurland suðursvæði: 203 tonn
Einnig er lagt til að veiðar utan skilgreindra veiðisvæða séu háðar leyfum til tilraunaveiða. Þessi ráðgjöf kemur í stað ráðgjafar sem birt var 13. júní 2018.