Hafrannsóknastofnun hefur gefið út ráðleggingar um að veiðar á rækju í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi verði ekki heimilaðar fiskveiðiárið 2017/2018.
Forsendur ráðgjafar má nálgast í meðfylgjandi skjölum:
Vísitala veiðistofns rækju í Arnarfirði var í sögulegu lágmarki og var undir varðúðarmörkum stofnsins. Vísitala veiðistofns rækju í Ísafjarðardjúpi hefur farið lækkandi frá árinu 2012 og haustið 2017 var hún undir varúðarmörkum stofnsins. Lítið var af þorski í fjörðunum en magn ýsu var svipað og haustið 2016. Nánari upplýsingar um niðurstöður stofnmælingarinnar, veiðar og ráðgjöf má nálgast í meðfylgjandi skjölum.