Ráðgjöf um heildaraflamark hrognkelsis fiskveiðiárið 2019/2020 og upphafsaflamark 2020/2021

Mynd: Svanhildur Egilsdóttir Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um endanlegt heildaraflamark fyrir hrognkelsi fiskveiðiárið 2019/2020 byggir á stofnvístölu úr stofnmælingu botnfiska í mars 2020. Niðurstöður mælinga liggja nú fyrir og reyndist vísitalan vera 7,2 sem er hækkun frá fyrra ári (6,2). Stofnvísitala hrognkelsis hefur sveiflast mikið milli ára sem endurspeglar að hluta til óvissu í mælingunum. Vegna þessa vegur stofnvísitala sama árs 70% á móti 30% vægi vísitölu fyrra árs við útreikning ráðlagðs hámarksafla.

Viðmiðunargildi ráðgjafareglu (Fproxy) fyrir árið 2020 er 0.67 og byggir á löndunartölum áranna 1985-2019. Í samræmi við þessar niðurstöður leggur Hafrannsóknastofnun til að heildaraflamark hrognkelsis á fiskveiðiárinu 2019/2020 verði 4646 tonn. Hafrannsóknastofnun leggur jafnframt til að upphafsaflamark fiskveiðiársins 2020/2021 verði 1459 tonn.

Ráðgjöf

Tækniskýrsla með ráðgjöf

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?