Ráðgjöf um heildaraflamark grásleppu fiskveiðiárið 2018/2019 og upphafsaflamark 2019/2020

Ráðgjöf um heildaraflamark grásleppu fiskveiðiárið 2018/2019 og upphafsaflamark 2019/2020

Hafrannsóknastofnun leggur til að heildaraflamark fiskveiðiárið 2018/2019 verði ekki meira en 4805 tonn.

Í samræmi við ráðgjafarreglu veitti Hafrannsóknastofnunin í apríl 2018 ráð um upphafsaflamark fyrir grásleppu, 1557 tonn, byggt á niðurstöðum stofnmælingar botnfiska sama ár. Endanleg ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um heildaraflamark fyrir grásleppu fiskveiðiárið 2018/2019 byggir á þeirri vísitölu auk stofnvístölu úr stofnmælingu botnfiska í mars 2019. Niðurstöður mælinga ársins 2019 liggja nú fyrir og reyndist vísitalan vera 6,2 sem er heldur lægra gildi en mældist á sama tíma í fyrra (6,9).

Hafrannsóknastofnun leggur jafnframt til að upphafsaflamark fiskveiðiársins 2019/2020 verði 1392 tonn.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?