Petrún Sigurðardóttir.
Fimmtudaginn 22. september kl. 12:30 verður málstofa Hafrannsóknastofnunar haldin í fundarsal á 1. hæð að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði.
Petrún Sigurðardóttir flytur erindið: Rusl á hafsbotni við Ísland: Samantekt á skráningu rusls við kortlagningu búsvæða á hafsbotni 2004-2019.
Erindi verður streymt á YouTube rás Hafrannsóknastofnunar, https://www.youtube.com/channel/UCirTCP_aKFKz8LMoFoxWGbA
Ágrip
Hingað til hefur lítið verið vitað um örlög rusls í hafinu við Ísland en algengt er að sjá rusl á ströndum landsins og oft kemur rusl upp með veiðarfærum. Í þessari skýrslu er farið yfir dreifingu rusls sem hefur fundist á myndefni af hafsbotni sem var tekið fyrir verkefnið Kortlagning búsvæða á hafsbotni á ýmsum svæðum í kringum landið.
Rusl fannst á 15 af 21 svæði, eða 22% sniða (72 af 325). Samtals fundust 307 ruslaeiningar og var uppreiknaður meðalþéttleiki 872 ruslaeiningar km-2. Langalgengastar voru fiskilínur og voru flestar þeirra á Reykjaneshrygg, eða 151 einingar með þéttleika upp á 5.096 ruslaeiningar km-2.
Áberandi var að línur og trollnet fundust flækt við eða innan um kóral og steina. Línur og trollnet geta skemmt viðkvæm búsvæði eins og kóralbreiður sem geta verið mjög lengi að jafna sig eftir skemmdir þar sem kóralar eru hægvaxta. Hlutfallslega lítið sást af almennu rusli (18 einingar). Mest af ruslinu var einhvers konar plast. Flest nútíma veiðarfæri eru auk þess gerð úr sterkum plastefnum sem taka afar langan tíma að brotna niður. Því mun magn rusls á hafsbotni að mestum líkindum aukast með tímanum.
Mikilvægt er að reyna að takamarka það magn rusls sem endar í hafinu og passa upp á viðkvæm búsvæði svo eyðilegging af mannavöldum verði ekki meiri en raun ber vitni. Enn er lítið vitað um örlög og áhrif rusls í hafinu og því mikilvægt að stunda frekari rannsóknir á því hvar rusl safnast saman og hvernig það hefur áhrif á vistkerfi í hafinu ásamt því að skoða samspil veiðiálags og rusls á hafsbotni.
Um Petrúnu
Petrún Sigurðardóttir útskrifaðist frá Háskóla Íslands með BSc gráðu í líffræði árið 2016 og hóf sama ár nám í háskólanum í suður Danmörku (SDU) þar sem hún rannsakaði vistfræði lífvera innan um bóluþang í endurheimtu sjávarlóni. Á meðan á náminu stóð fékk hún sumarstarf hjá Hafrannsóknastofnun árið 2017 þar sem hún vann við gagnavinnslu og skýrsluskrif um rækjuveiðar á Botnsjávarsviði. Næsta sumar, árið 2018, útskrifaðist hún með MSc gráðu í líffræði frá SDU og var þá ráðin inn á Uppsjávarsvið Hafrannsóknastofnunar, þar sem hún vann mest í áturannsóknum. Vorið 2019 fór hún yfir í sýnatöku- og aldurslesturshópinn innan stofnunarinnar. Frá þeim tíma hefur hún unnið við aldursgreiningar á þorski ásamt því að vinna við greiningar á myndefni af hafsbotni. Við þessar myndgreiningar myndaðist áhugi á rusli í hafinu og var ákveðið að taka saman dreifingu og magn rusls sem hafði fundist með þessum hætti.
Abstract
So far, knowledge is limited on the distribution and abundance of marine litter in the ocean around Iceland although litter is common on beaches around the country and as bycatch from trawls. The report describes the distribution of seafloor litter that was found using underwater imagery from the seafloor around Iceland. The videos and images were originally gathered for the project Benthic habitat mapping of the seafloor.
Litter was found in 15 of 21 areas, or in 22% of stations (72 of 325). In total, 307 litter items were found and the calculated average density of litter was 872 litter items km-2. Longlines were by far the most common litter item. Most of them were found on Reykjaneshryggur; 151 items with a density of 5.096 items km-2. Longlines and trawl nets were commonly tangled with corals and rocks. Both litter items can destroy vulnerable ecosystems like coral reefs that may take long to recover since they grow very slowly. A low proportion of the litter was common litter (18 items). Most of the litter was plastic. Moreover, a lot of modern fishing gear is made from very strong plastic that takes an extremely long time to degrade. Consequently, the amount of litter on the seafloor will only increase.
In conclusion, it is important to try to limit the amount of litter that winds up in the ocean and protect vulnerable ecosystems so that anthropogenic destruction will not be more than we already see. Still, little is known about the influence of marine litter on the marine ecosystem. Therefore, it is important to continue to research where marine litter gathers and how it affects marine ecosystems as well as exploring how different fishing gear affects the abundance of seafloor litter.
Bio
Petrún Sigurðardóttir graduated with a BSc degree in biology from the University of Iceland in 2016 and started her MSc studies at the University of Southern Denmark (SDU) that same year. At SDU she studied the ecology of fauna among bladder wrack in a newly reestablished coastal lagoon. During that time she also got a summer job at MFRI in 2017 where she worked in data analysis in the Benthic division and wrote a report on the history of shrimp-searching surveys. In 2018, she graduated with a MSc degree in biology from SDU and was then hired at MFRI to work with zooplankton, which resulted in a report on an experimental fishery of krill. In the spring of 2019, Petrún then moved into the age reading division at the MFRI. Since then she has been involved in age reading of cod otoliths as well as analyzing photographs from the seafloor. While analyzing seafloor images, an interest in marine litter developed and this report was then made.