Makrílráðgjöf ICES fyrir árið 2016 endurskoðuð

Makrílráðgjöf ICES fyrir árið 2016 endurskoðuð

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur endurskoðað ráðgjöf sína um veiðar ársins 2016 úr makrílstofninum. Ástæða þessarar endurskoðunar er að nú í haust kom í ljós kom villa í úrvinnslu nýliðunargagna í stofnmatinu sem gert var á síðasta ári. Þetta leiddi til þess að stofnmatið sem ráðgjöf byggði á var lægra en annars hefði orðið. Því taldi ráðið nauðsynlegt að koma með endurútreikninga á ráðgjöfinni þrátt fyrir að langt sé liðið á árið og stutt í að ný ráðgjöf verði kynnt.
 
Samkvæmt útreikningunum núna er ráðlagt aflamark fyrir árið 2016 774 þúsund tonn en í ráðgjöfinni sem veitt var í lok september 2015 var ráðgjöfin 667 þúsund tonn og aukningin því 107 þúsund tonn.
 
Aflaregla er ekki í gildi fyrir makrílstofninn og því veitir ICES ráð í miðað við þá veiðidánartölu sem gefur hámarksafrakstur til lengri tíma litið (MSY).
 
 
ICES mun í lok þessa mánaðar veita ráð um heildarafla ársins 2017 fyrir makríl, norsk-íslenska síld og kolmunna.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?