Haustrall 2019 – auglýst er eftir tveimur togurum

Stöðvar í Haustralli Stöðvar í Haustralli

Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, hefur auglýst eftir tilboðum vegna leigu á tveimur togurum. Annars vegar er um að ræða leigu á togara á grunnslóð og hins vegar á djúpslóð. Vakin er athygli á að auglýst er eftir tveimur togurum en ekki einum eins og undanfarin ár.

Haustrall er hluti af stofnmælingaleiðöngrum Hafrannsóknastofnunar vegna bolfisks (þoskur, ýsa, grálúða, karfi o.fl.) og niðurstöður eru nýttar ásamt vorralli við mat á stofnstærð og aflaráðgjöf ár hvert. Haustrallið hefur farið fram síðan 1996 og eru teknar alls hátt í 400 stöðvar hringinn í kringum landið. Leiga er greidd með aflamarki.

Útboðsgögn má sækja á:  

http://utbodsvefur.is/haustrall-2019/


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?