Hátíð hafsins um helgina

Hátíð hafsins um helgina

Hátíð hafsins verður haldin dagana 10.-11. júní. Hafnardagurinn er haldinn á laugardag og Sjómannadagurinn á sunnudag.
 
Hátíðarsvæðið nær frá Hörpu, um gömlu höfina og út á Grandagarð. Tónlistaratriði, dorgveiði, listasmiðjur, sjóræningjasiglingar, bryggjusprell, furðufiskasýning og margt fleira verður í boði fyrir alla fjölskylduna.
 
Hafrannsóknastofnun mun eins og undanfarin ár taka þátt í Hátíð hafsins. Jónbjörn Pálsson verður með sína velþekktu og skemmtilegu sýningu á fiskum og furðuverkum úr hafinu á Grandagarði fyrir framan hús Sjávarklasans.
 
Sýningin er opin milli kl. 11 og 17 báða dagana.
 
Dagskrá Hátíðar hafsins má nálgast á vefnum www.hatidhafsins.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?