Hafrannsóknastofnun tekur þátt í Grænum skrefum

Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir

Hafrannsóknastofnun tekur þátt í Grænum skrefum í ríkisrekstri, sem er leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum. Viðurkenning er veitt fyrir hvert skref sem ávinnst.

Hafrannsóknastofnun lauk í dag, 18. september, Grænu skrefi nr. 2 af 5, og að því tilefni kom Hildur Harðardóttir frá Umhverfisstofnun og afhenti Lísu Anne Libungan á Uppsjávarlífríkissviði sem situr í Umhverfisnefnd stofnunarinnar viðurkenninguna.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?