Þátttakendur á fundi ICES og UNECE um 14. sjálfbærnimarkmið SÞ
Fundur Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES) og Efnahagsstofnun Sameinuðu Þjóðanna fyrir Evrópu (UNECE) um 14. sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna Líf í vatni stendur nú yfir. Fundurinn er haldinn í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar.
Á fundinum er fjallað um leiðir til að ná markmiðum þeim sem skilgreind eru í sjálfbærnimarkmiði 14 og hvaða áhætta er fólgin í því ef þau ekki nást. Fræðast má nánar um fundinn á vef Alþjóða hafrannsóknaráðsins og EFnahagsstofnunarinnar.