Staða greiningar á meintum eldislaxi

Mynd úr safni, tekin úr dróna af laxastiga í Laugardalsá. Mynd úr safni, tekin úr dróna af laxastiga í Laugardalsá.

Árið 2023 hafa 416 meintir eldislaxar borist til greiningar á uppruna árið 2023.

Af 416 meintum eldislöxum hafa 298 verið greindir til uppruna. 110 laxar eru enn í greiningu. Átta laxar af norskum uppruna og með útlit eldislaxa hafa ekki enn verið greindir til upprunastaðar. 

297 eldislaxanna úr kvíaþyrpingu í Patreksfirði

Af samtals 306 greindum eldislöxum hafa 297 verið raktir til kvíaþyrpingar í Patreksfirði þar sem tilkynnt var um strok fyrr á þessu ári.

Einn eldislax, sem veiddist í Sunndalsá í Trostansfirði/Arnarfirði, var úr stroki úr kví í Arnarfirði árið 2021. Laxinn var 82 cm og 6 kg og hafði verið tvö ár í sjó áður en hann gekk í ánna.

4 af 146 löxum reyndust villtir íslenskir laxar

Fjórir af 146 löxum, sem síðast fóru í greiningu, voru villtir íslenskir laxar. Tveir laxanna voru án ytri eldiseinkenna og útlit hinna tveggja var ekki hægt að meta þar sem aðeins lífsýni bárust stofnuninni (laxarnir veiddust í Þorskafjarðará, Héraðsvötnum, Laxá á Refasveit og Kálfá).

Eldislaxar verið greindir í 46 veiðivötnum

Eldislaxar hafa nú verið greindir í 46 veiðivötnum (auk Patreksfjarðar) en í 59 ef meintir strokulaxar í greiningu eru meðtaldir (sjá töflu 1).

8 strokulaxar með óþekktan uppruna

Unnið er að rakningu átta strokulaxa með erfðagreiningu fleiri viðmiðunarsýna frá þeim hængum sem notaðir hafa verið til undaneldis. Eldislaxarnir sem ekki hefur tekist að rekja til framleiðenda veiddust í Hvítá í Borgarfirði, Patreksfirði, Hvannadalsá, Hrútafjarðará, Miðfjarðará, Laxá á Refasveit, Geirlandsá og Kálfá.

Þakkir frá Hafrannsóknastofnun

Hafrannsóknastofnun þakkar þeim fjölmörgu aðilum sem komið hafa með fiska til greiningar. Stofnunin bendir á að veiðimenn geta enn skilað inn fiskum til greiningar og þannig aðstoðað við að fá sem skýrasta mynd af umfangi eldislaxa í ám og dreifingu þeirra. 

Yfirlit yfir stöðu greiningar á meintum eldislaxi

Meðfylgjandi mynd og tafla sýna dreifingu eldislaxa sem veiðst hafa og stöðu greiningar. Númer á myndinni vísa í töflu fyrir myndina þar sem finna má nánari upplýsingar um staðsetningu og fjölda fiska.

 

 

Mynd 1. Yfirlit yfir veiði staðfestra og meintra eldislaxa í ám sem borist hafa Hafrannsóknastofnun. Stærð hringja tákna hlutfallslegan fjölda fiska. Rauður eru eldislaxar sem búið er að greina og gulur meintir eldislaxar í greiningu. Númer á mynd vísa í töfluna fyrir neðan þar sem finna má nánari upplýsingar um staðsetningu og fjölda fiska.

 

Tafla 1. Yfirlitstaflan tengir saman númerin á myndinni við nánari upplýsingar um heiti áa/veiðivatna, fjölda fiska og stöðu greiningar þeirra fiska sem komið hefur verið með til Hafrannsóknastofnunar.
    Eldislaxar  
Nr. á mynd Staðsetning Rakningu
lokið
Rakningu
ólokið
Fiskar í
greiningu
  Vesturland      
1. Hvítá í Borgarf   1  
2. Álftá 1    
3. Hítará 1    
4. Haffjarðará 2   8
5. Holtsá 1    
6. Kársstaðaá     5
7. Svínafossá 1   2
8. Laxá á Skógarströnd     1
9. Haukadalsá 1   4
10. Laxá í Dölum 9   3
11. Krossá 1    
12. Búðardalsá 8   2
13. Staðarhólsá og Hvolsá 10    
  Vestfirðir (að Ströndum)      
14. Þorskafjarðará 1    
15. Djúpadalsá     3
16. Fjarðahornsá     2
17. Móra 3    
18. Kjálkafjarðará     2
19. Vatnsdalsá/Vatnsf. 3    
20. Suðurfossá 5    
21. Örlygshöfn 4    
22. Mikladalsá     2
23. Ósá     4
24. Patreksfjörður 5 1  
25. Botnsá     45
26. Fífustaðadalsá     5
27. Sunndalsá 20    
28. Dynjandisá 1   3
29. Norðdalsá 1    
30. Mjólká 2   2
31. Laugardalsá 2    
32. Ísafjarðará 21    
33. Langadalsá 9    
34. Hvannadalsá 2 1  
35. Selá í Ísafjarðardjúpi 2    
  Strandir og Norðurland      
36. Kjósará í Reykjarf. 1    
37. Selá í Steingr.     1
38. Staðará í Steingr. 5    
39. Víðidalsá/Húsadalsá Steingr. 1   10
40. Hrútafjarðará 38 1 1
41. Síká 6    
42. Miðfjarðará 25 1  
43. Tjarnará á Vatnsnesi 3    
44. Hóp 1    
45. Víðidalsá Hún 3    
46. Vatnsdalsá Hún 18    
47. Blanda 54   1
48. Hallá     1
49. Héraðsvötn 2    
50. Norðurá     1
51. Húseyjarkvísl 6    
52. Laxá á Refasveit 13 1  
53. Hjaltadalsá/Kolka 2   1
54. Fljótaá 1    
55. Eyjafjarðará 1    
56. Fnjóská 2    
  Suðurland      
57. Geirlandsá   1  
58. Eystri-Rangá     1
59. Kálfá   1  
  Samtals öll svæði 298 8 110

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?