Hafrannsóknastofnun á Líffræðiráðstefnunni 2023

Mynd tekin á Líffræðiráðstefnunni. Hlynur Bárðason kynnir hér sitt erindi. Mynd tekin á Líffræðiráðstefnunni. Hlynur Bárðason kynnir hér sitt erindi.

Hafrannsóknastofnun þakkar fyrir vel heppnaða Líffræðiráðstefnu Líffræðifélagsins í síðustu viku, 12. - 14. október. Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar tók þar virkan þátt.

Takk fyrir góða ráðstefnu

Við þökkum skipulagsteymi og stjórn líffræðifélagsins, okkar fólki og öllum sem tóku þátt í að gera Líffræðiráðstefnuna alveg einstaklega magnaða þetta árið innilega fyrir. Á þriðja hundrað manns mætti á ráðstefnuna, þar voru kynnt 30 erindi og veggspjöld á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar.

Stolt af okkar fólki

Áki Jarl Láruson, Hrönn Egilsdóttir, Hlynur Bárðarson, Sara Harðardóttir, Sandra Granquist, og Pamela Woods fá hér sérstakt hrós fyrir sitt framlag til ráðstefnunnar í skipulagi og erindum.

Átta meistara- og doktorsnemendur á vegum Hafrannsóknastofnunar kynntu verkefni sín. Meistara- og doktorsnemarnir eru Anika Sonjudóttir, Bylgja Sif Jónsdóttir, Einar Pétur Jónsson, Sólrún Sigurgeirsdóttir, Svandís Eva Aradóttir, Urður Ýrr Brynjólfsdóttir, Hólmfríði Jakobsdóttur og Margret Lawler. Þeim þökkum við fyrir framlag þeirra til vísinda og hvetjum til áframhaldandi góðrar vinnu.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?