Ákveðið hefur verið að breyta skipulagi Hafrannsóknastofnunar. Það er gert til að gera reksturinn skilvirkari og hagkvæmari. Fagsviðum er fækkar úr fimm í fjögur og stoðsviðum úr fjórum í tvö.
Í tengslum við flutning á starfsemi stofnunarinnar úr Reykjavík á einn stað í Hafnarfirði munu verða breytingar í rekstri stoðþjónustu stofnunarinnar, störfum þar fækkað og ekki verður endurráðið í stöður sem losna á næstu mánuðum.
Kjarnastarfsemi Hafrannsóknastofnunar verður óbreytt og verður öllum helstu rannsóknaverkefnum áfram sinnt.
Nýtt skipurit Hafrannsóknastofnunar