Áhrif hopandi jökla á lífríki

Áhrif hopandi jökla á lífríki

Í nýrri grein sem birtist í liðinni viku í hinu virta vísindatímariti Proceedings of the National Academy of Sciences (PNAS) er greint frá djúpstæðum áhrifum hopandi jökla á lífríki í ferskvatni og á strandsvæðum. Greinin byggir á rannsóknum fjölþjóðlegs hóps vísindamanna sem staðið hefur undanfarin ár. Tveir íslenskir vísindamenn eru í hópi höfunda, Jón S. Ólafsson hjá Hafrannsóknastofnun, og Gísli Már Gíslason, prófessor við Háskóla Íslands, en aðalhöfundur hennar er Alexander M. Milner, prófessor við Háskólann í Birmingham.

Í greininni er fjallað um margvíslegar breytingar á vistkerfum í jökulám og á grunnsævi vegna breytinga á jöklum, sem nú hörfa hratt hvarvetna í heiminum. Fram kemur að rennsli jökuláa verði tilviljanakenndara þegar afrennsli jökla minnkar og háðara úrkomu og snjóbráðnun. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?