Steinunn H. Ólafsdóttir flytur erindi á málstofu

Á málstofu Hafrannsóknastofnunar þann 18. maí flytur Steinunn Hilma Ólafsdóttir sérfræðingur á Hafra… Á málstofu Hafrannsóknastofnunar þann 18. maí flytur Steinunn Hilma Ólafsdóttir sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun erindi sem nefnist: Botndýraskráningar í haustralli Hafrannsóknastofnunar.
Málstofa hefst kl. 12.30 í fyrirlestrarsal á fyrstu hæð að Skúlagötu 4.
Verið velkomin

Ágrip
Ábyrgar fiskveiðar og sjálfbær nýting stofna eru hugtök sem við viljum kenna okkur við. Hér á landi höfum við gott fiskveiðikerfi, stofnstærðarannsóknir á nytjastofnum eru framkvæmdar á vísindalegan hátt og studdar af langtíma gagnaseríum. En auknar kröfur markaðsaðila á vottun nytjastofna, kallar á víðtækari þekkingu á vistkerfinu. Verndun viðkvæmra búsvæða eða tegunda er mikilvægur liður í góðri umgengni um auðlindina og við sjálfbæra nýtingu. Grundvöllur til að taka ákvarðanir varðandi þetta er að skilgreina hvaða búsvæði eru til, hversu viðkvæm þau eru og hvers vegna, og hvað hægt er að gera til að vernda þau.  Enn skortir á nægilega þekkingu á  tegundasamsetningu og lífmassa botndýra á Íslandsmiðum, svo hægt sé að meta hvernig þau standast veiðiálag eða hvaða svæði eru viðkvæmari en önnur.
 
Langtímavöktun á botndýralífi hefur aldrei verið haldið úti, og engar langtímaseríur til. Hafrannsóknastofnun hefur því bætt við skráningu á botndýrum í tengslum við árlegt haustrall stofnunarinnar, en slík skráning gæti verið vísir að slíkri vöktun. Sambærilegu verklagi verður beitt og þróað hefur verið af Norðmönnum og Rússum meðfram mælingum á nytjastofnum í Barentshafi, og Grænlendingum við mælingar á rækjustofnum. Með því að greina til tegunda og vigta öll botndýr sem koma um borð við stofnmælingar á fiskistofnum, verður hægt að afla gagna um útbreiðslu og tegundafjölbreytni botndýra við Ísland, að minnsta kosti þeirra sem koma upp með botntrolli.  Slíkar upplýsingar hafa ótvírætt gildi við að veita  svör við sífellt áleitnari spurningum markaðsaðila um vistvænar fiskveiðar á Íslandsmiðum, þar sem áhersla er á kortlagningu viðkvæmra tegunda og búsvæða.
 
Skráning botndýra sem koma upp sem meðafli í Stofnmælingu botnfiska að hausti hófst 2015 og hefur AVS veitt styrk í verkefnið fyrir 2015-2017.

Abstract

Recoding of benthos bycatch in the annual ground fish survey
 
Responsible fisheries, and sustainable use of resources are terms we want to relate ourselves with. In Iceland, we have the annual stock assessments as a base for the scientific advice on fishing quota. However, there is an increasing demand to provide information on the whole ecosystem, including the habitats of the sea floor. The goal is to secure a sustainable use of the resources without putting ecosystem and sea floor integrity at risk. The basis for management and decision making, is to provide information on the habitat, their vulnerability and what measurement should be taken to protect them if needed. Still, we lack much information on the species communities and densities in order to evaluate the resistance or resilience regarding fishing intensity. As well as to define what areas are more vulnerable than others.
 
Long-term monitoring of the benthic fauna has never been carried out here, and thus, there are no data series to be found for this group.  The Marine and Freshwater Research Institute has recently implemented recording of benthos as bycatch in the annual autumn ground fish survey.  The method used for this is based on the monitoring in the Barents Sea, and in W-Greenland in relation with stock assessments. All benthos from the trawl will be collected, sorted and identified as much as possible on board the survey vessel by special benthos staff. This will provide valuable data on species distribution, and can be input into the growing request for mapping vulnerable areas and species.
 
Recording of benthos in the autumn ground fish survey started in 2015.  It has been partly funded by the AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries and Agriculture in Iceland for the years 2015-2017.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?