Á málstofu Hafrannsóknastofnunarinnar þann 12. janúar flytur Jón Sólmundsson sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun erindi sem nefnist: Vöktun á hrygningu þorsksins.
Verið velkomin.
Ágrip
Í árlegu „netaralli“ Hafrannsóknastofnunar, sem hófst árið 1996, er fylgst með breytingum á magni þorsks á helstu hrygningarsvæðum og safnað líffræðilegum upplýsingum, m.a. um kynþroska, aldur, lengd, vöxt, þyngd, holdafar og lifrarþyngd. Í fyrirlestrinum verður fjallað um breytileika nokkurra þessara þátta milli svæða, dýpis og ára. Rætt verður um það hvernig betur megi vakta fjölbreytileika íslensks hrygningarþorsks.