LIFE ICEWATER verkefnið hlýtur 3,5 milljarða styrk frá Evrópusambandinu
Hafrannsóknastofnun er í hópi 22 aðila sem hafa undir forystu Umhverfisstofnunar hlotið 3,5 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu fyrir verkefnið LIFE ICEWATER.
Smá- og víðsjár endurnýjaðar á Hafrannsóknastofnun
Hafrannsóknastofnun endurnýjaði á dögunum tækjakost sinn vegna smá- og víðsjáa. Eftir útboð á Evrópska efnahagssvæðinu var tilboð frá Medor samþykkt fyrir tvær smásjár og fjórar víðsjár frá Olympus. Eldri tæki voru komin verulega til ára sinna og hættar að standast kröfur nútímans.