Gaddþvari

Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Sclerocrangon ferox

Gaddþvari og marþvari, sem sjómenn nefna oft rækjukóng, eru stærstu rækjutegundirnar sem algengt er að finna við Ísland. Tegundirnar eru áþekkar og auðvelt er að rugla þeim saman. Munurinn er sá að á gaddþvara eru tveir gaddar neðst á skildi á öðrum og þriðja halalið og hann hefur tvo gadda fyrir aftan augun.

Einkenni: Gaddþvari er af ætt rækja Caridea. Skjaldarlengd hans getur orðið ríflega 3 cm (Squires, 1990). Hann er brúnn að lit og grófgerður. Neðst á skildinum á öðrum og þriðja halalið eru tveir áberandi gaddar. Tveir gaddar eru aftan við augun á höfuðbolnum.

Fundarstaðir gaddþvara við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.

 

Lífshættir: Gaddþvari lifir á botninum. Egg gaddþvaraeru mjög stór eða um 3,5 mm í þvermál og eru hlutfallslega mjög stór miðað við stærð hans 

(Heegaard, 1941). Fjórða og fimmta par gangfóta er mjög sterkt og á þeim eru klær sem ungviðið notar til að festa sig á fullorðna rækju eftir klak. Þessar klær verða svo hlutfallslega minni á eldri einstaklingum. Gaddþvari lifir á lífverum á botninum, s.s. samlokum, sniglum og burstaormum (Squires, 1990).

Nytjar: Gaddþvari er ekki nytjaður.

 

Heimild: https://www.hafogvatn.is/is/midlun/utgafa/haf-og-vatnarannsoknir/raekjutegundir-vid-island

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?