Seiðabúskapur Blöndu 2012

Nánari upplýsingar
Titill Seiðabúskapur Blöndu 2012
Lýsing

Þann 13. júlí 2012 var þéttleiki og ástand seiða á vatnasvæði Blöndu kannað. Í þeim tilgangi var veitt með rafmagni á samtals 1213 m2 á tveimur stöðvum í Blöndu og fjórum stöðvum í Svartá. Vísitala þéttleika laxaseiða allra árganga á öllum stöðvum í Blöndu reiknaðist vera 30,0/100 m2 og í Svartá var þéttleikinn 10,5/100 m2. Í Blöndu veiddust þrír yngstu árgangar laxaseiða á báðum stöðvum. Í Svartá varð ennfremur vart við þriggja ára seiði en tveggja vetra seiði fundust aðeins á einni stöð í ánni. Miðað við gögn úr seiðarannsóknum fyrri ára eru þeir árgangar sem búast má við að gangi til sjávar næsta sumar stórir í báðum ám. Svo virðist sem að seiði vaxi hraðar í vatnakerfinu en áður og seiði gangi yngri til sjávar. Það þýðir að færri seiðaárgangar standa undir veiðinni hverju sinn. Reglubundnar mælingar á seiðabúskap eru því enn mikilvægari en áður til að meta seiðaástand ánna. Mikilvægt er einnig að hreistri sé safnað og það greint til að fylgjast með laxastofninum og endurheimtur seiða.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Kristinn Ólafur Kristinsson
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2012
Leitarorð Blanda, Svartá, lax, urriði, bleikja, rafveiði, seiðaþéttleiki
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?