Seiðabúskapur Blöndu 2012
Nánari upplýsingar |
Titill |
Seiðabúskapur Blöndu 2012 |
Lýsing |
Þann 13. júlí 2012 var þéttleiki og ástand seiða á vatnasvæði Blöndu kannað. Í þeim tilgangi var veitt með rafmagni á samtals 1213 m2 á tveimur stöðvum í Blöndu og fjórum stöðvum í Svartá. Vísitala þéttleika laxaseiða allra árganga á öllum stöðvum í Blöndu reiknaðist vera 30,0/100 m2 og í Svartá var þéttleikinn 10,5/100 m2. Í Blöndu veiddust þrír yngstu árgangar laxaseiða á báðum stöðvum. Í Svartá varð ennfremur vart við þriggja ára seiði en tveggja vetra seiði fundust aðeins á einni stöð í ánni. Miðað við gögn úr seiðarannsóknum fyrri ára eru þeir árgangar sem búast má við að gangi til sjávar næsta sumar stórir í báðum ám. Svo virðist sem að seiði vaxi hraðar í vatnakerfinu en áður og seiði gangi yngri til sjávar. Það þýðir að færri seiðaárgangar standa undir veiðinni hverju sinn. Reglubundnar mælingar á seiðabúskap eru því enn mikilvægari en áður til að meta seiðaástand ánna. Mikilvægt er einnig að hreistri sé safnað og það greint til að fylgjast með laxastofninum og endurheimtur seiða. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Höfundar |
Nafn |
Kristinn Ólafur Kristinsson |
Flokkun |
Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
Útgáfuár |
2012 |
Leitarorð |
Blanda, Svartá, lax, urriði, bleikja, rafveiði, seiðaþéttleiki |