Rannsóknir á seiðastofnum Sæmundarár árið 2012
Nánari upplýsingar |
Titill |
Rannsóknir á seiðastofnum Sæmundarár árið 2012 |
Lýsing |
Rannsóknir á seiðabúskap Sæmundarár ná aftur til 1979 (Tumi Tómsson, 1996) og hafa verið samfelldar frá 1999 (sjá Bjarni Jónsson, 2011, Kristinn Kristinsson 2012). Þeim er ætlað að varpa ljósi á þéttleika, holdafar, vöxt og dreifingu seiða á vatnasvæðinu, bæði mismunandi tegunda og árganga þeirra. Einnig að fá samanburð við niðurstöður fyrri seiðarannsókna og fylgjast með hverjar þær með það að markmiði að undirbyggja það að nýting stofnanna sé sjálfbær. Rannsóknir fóru fram þann 30. ágúst 2012. Seiði voru veidd á sömu stöðum og verið hefur í rannsóknum Veiðimálastofnunar á ánni. Staðsetning þeirra er valin með það fyrir augum að fá sem heildstæðasta mynd af seiðabúskap vatnasvæðisins. Einnig var veitt á þremur stöðum fyrir ofan ófiskgengan foss í ánni, neðan við brú á þjóðvegi yfir ána í Vatnsskarði og neðan við bæina Stóra- og Litla-Vatnsskarð. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Höfundar |
Nafn |
Kristinn Ólafur Kristinsson |
Flokkun |
Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
Útgáfuár |
2013 |
Leitarorð |
Sæmundará, seiði, seiðabúskapur, laxaseiði, bleikjuseiði, urriðaseiði |