Rannsóknir á seiðastofnum Sæmundarár 2013

Nánari upplýsingar
Titill Rannsóknir á seiðastofnum Sæmundarár 2013
Lýsing

Rannsóknir á seiðabúskap Sæmundarár ná aftur til 1979 (Tumi Tómsson, 1996) og hafa verið samfelldar frá 1999 (sjá Karl Bjarnason og Bjarni Jónsson, 2011; Kristinn Kristinsson 2013). Þeim er ætlað að varpa ljósi á þéttleika, holdafar, vöxt og dreifingu mismunandi tegunda og árganga seiða á vatnasvæðinu og fá samanburð við niðurstöður fyrri seiðarannsókna með það markmið að undirbyggja að nýting fiskistofna árinnar sé sjálfbær. Þekking á ástandi fiskstofna í ám er mikilvar fyrir veiðifélög til að tryggja sjálfbæra nýtingu fiskstofna. Slík vitneskja er mikilvæg veiðileyfasölum við verðlagningu og markaðsetningu veiðileyfa. Auk þess nýtist hún veiðifélögum við skiptingu veiðitekna og við gerð nýtingar- og fiskræktaráætlana.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Kristinn Ólafur Kristinsson
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2013
Leitarorð Sæmundará, seiði, seiðabúskapur, rafveiði,
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?