Rannsókn á stofnum sjóbleikju og flundru í vötnum og ám við Húnaflóa haustið 2011

Nánari upplýsingar
Titill Rannsókn á stofnum sjóbleikju og flundru í vötnum og ám við Húnaflóa haustið 2011
Lýsing

Á vegum Veiðimálastofnunar var haustið 2011 gerð rannsókn í þremur strandvötnum í Húnafirði og fimm ám sem til þeirra renna,  þar sem útbreiðsla, fæðunám, stærðar og aldursdreifing  tegundanna var kannaður. Jafnframt var tilvist snýkjudýra í bleikju athuguð og framkvæmdar mælingar á umhverfisþáttum. Hvorki bleikja né flundra veiddist í Sigríðarstaðavatni. Flundru varð vart í Hópi og  Húnavatni en engin flundra veiddist í þeim ám þar sem hennar var leitað. Í þessum vötnum veiddust einnig bleikja á aldrinum 1 – 5 ára. Í Hópinu veiddust eldri bleikjur heldur en í Húnavatni, en árlegur vöxtur var  sambærilegur í  vötnunum.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Kristinn Ólafur Kristinsson
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2013
Leitarorð bleikja, flundra, samkeppni, fæða, sníkjudýr, vöxtur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?