Fæða laxa- urriða- og bleikjuseiða. Gögn úr Vesturdalsá, Hofsá og Selá í Vopnafirði og úr Elliðaám og Leirvogsá við Faxaflóa

Nánari upplýsingar
Titill Fæða laxa- urriða- og bleikjuseiða. Gögn úr Vesturdalsá, Hofsá og Selá í Vopnafirði og úr Elliðaám og Leirvogsá við Faxaflóa
Lýsing

Hluti af starfsemi Veiðimálastofnunar hefur verið að rannsaka seiðabúskap í ám vítt um land. Oftast er um að ræða þjónusturannsóknir fyrir veiðifélög sem kjósa að láta fylgjast með ástandi seiða í sínu vatnkerfi sem og yfirlit um veiðina, hreistursýni sem lesa má af upplýsingar um aldur fiska í ferskvatni og sjó auk upplýsinga um vöxt fiskanna. Rannsóknir á seiðunum ná yfir styrkleika árganga, lengdir, þyngdir og holdafar bæði einstaklinga og meðaltal árganga. Við seiðamælingar eru tekin sýni af hluta þeirra seiða sem veiðast og þá hefur fæða oftast verið skráð þó svo ekki hafi alltaf verið unnið úr þeim niðurstöðum. Hér í þessari skýrslu birtist samantekt á fæðugögnum úr fimm ám yfir 14–25 ára tímabil. Árnar eru frá tveimur landssvæðum þ.e. Selá, Vesturdalsá og Hofsá á NA-landi og Leirvogsá og Elliðaár á SV-landi.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Þórólfur Antonsson
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2015
Blaðsíður 22
Útgefandi Veiðimálastofnun
Leitarorð lax, urriði, bleikja, vesturdalsá, hofsá, selá, elliðaár, leirvogsá
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?