Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrotus droebachiensis)) í Ísafjarðardjúpi. HV 2019-60
Nánari upplýsingar |
Titill |
Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrotus droebachiensis)) í Ísafjarðardjúpi. HV 2019-60 |
Lýsing |
Í skýrslunni er gerð grein fyrir niðurstöðum könnunar í leit að ígulkeramiðum (skollakoppur/grænígull) í Ísafjarðardjúpi þann 7. október 2019. Um borð í leiðangrinum var eftirlitsmaður frá Fiskistofu sem sá um skráningu á afla og myndatöku. Sérfræðingar á Hafrannsóknastofnunar greindu og skráðu meðaflategundir sem sáust á myndefninu sem safnað var. Botnlag var einnig metið þar sem slíkt var mögulegt út frá því botnefni/setgerð sem kom upp með veiðarfærinu. Könnunin fór fram á 10 stöðvum þar sem dýpi var frá 11-27 m og botngerð mismunandi. Skollakoppur fannst á hörðum botni á þremur stöðvum en þessi ígulker voru smá og yfirleitt undir löndunarstærð sem er 45 millimetrar. Á milli 3 og 13 tegundir voru greindar sem meðafli í togunum. Vestur af Æðey og norður af Borgarey reyndust vera kóralþörungasvæði (Lithohaminon). Slík svæði eru afar viðkvæm, hafa verndargildi og ætti því ekki að stunda plógveiðar á þeim. Í mynni Seyðisfjarðar var töluvert af undirmáls ígulkerum og hörpudiski. Á einni stöð var leirbotn og engin ígulker og á tveim stöðvum var grjótbotn, einnig án ígulkera. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að engin nýtanleg ígulkeramið eru á svæðunum sem skoðuð voru. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfuár |
2019 |
Blaðsíður |
14 |
Leitarorð |
skollakoppur, grænígull, ígulker, ígulkeraplógur, Ísafjarðardjúp |
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin