Skarkoli (Pleuronectes platessa) er mikilvægur nytjafiskur á Íslandi en þó er lítið sem ekkert vitað um fæðuval hans fyrsta sumarið. Rannsókn sýnir fram á að fæðusamsetning ungviðisins breyttist þegar leið á sumarið og eftir stærð seiðanna. Burstaormar voru algengasti fæðuhópurinn allt sýnatökutímabilið, en botnlægar krabbaflær voru ríkjandi í júlí.
Niðurstöður rannsókna um áhrif hvalaúrgangs skíðishvala á frumframleiðni voru nýlega birtar og sýna fram á að hvalir hafa almennt séð frekar takmörkuð áhrif á frumframleiðni í höfunum í kringum Ísland.