Ýmir

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Himantolophus melanolophus

Lósmynd vantar.

Ýmir líkist frændum sínum af lúsíferaætt sem fundist hafa á íslandsmiðum og getið er hér að framan í því að vera þykkvaxinn, hausstór og kjaftvíður með oddhvassar tennur og smá augu. Það sem einkum greinir hann frá ættingjum sínum er útlit „veiðistangar" á enni og þræðir eða angar á henni, svo og ljósfæri á enda stangar. Lengd stangar er um 40-41% af lengd fisksins að sporði. Ýmir getur orðið 22 cm á lengd.

Litur: Ýmir er svartur á Iit.

Geislar: B: 5, R: 4; E: 15-17.

Heimkynni: Ýmir fannst fyrst á 350 m dýpi suðvestur af Kanaríeyjum og mældist 8,2 cm á lengd. Síðan veiddust tveir fiskar, annar á 360-550 m dýpi vestan Flórídaskaga í Bandaríkjunum, en hinn á 411 m dýpi austan sama skaga. Þessir fiskar voru 9,4 og 13,5 cm langir. Í júlí 1995 veiddist fjórði fiskurinn og sá fyrsti á íslandsmiðum á grálúðuslóð vestan Víkuráls og var hann 19 cm langur. Í júní 1998 veiddist síðan 22 cm ýmir í flotvörpu á 730 m dýpi á Reykjaneshrygg (61°15'N, 28°24'V).

Lífshættir: Lítið er vitað um lífshætti ýmis enn sem komið er. Hann virðist vera miðsævis-, botn- og djúpfiskur og hefur veiðst á 350-730 m dýpi.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

Did you find the content of this page helpful?