Trjónuáll

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Serrivomer beanii
Danish: næbål
Faroese: trynállur
English: Beans´s sawtoothed eel, stout sawpalate
French: Serrivomer trapu

Trjónuáll er mjög langvaxinn og dálítið þunnvaxinn - mesta hæð er á móts við tálknalok en þaðan fer hann smámjókkandi aftur eftir og endar í oddmjóum blöðkulausum sporði. Hausinn er langur og skoltar framteygðir, nær sá neðri fram fyrir þann efri. Kjafturinn er langur og nær aftur á móts við aftari hluta augna. Á plógbeini eru 50-80 stórar og þéttsettar oddhvassar tennur. Augun eru smá og hátt uppi á haus. Bakuggi byrjar um heila hauslengd aftan við tálknalok (á móts við 11- 13 raufaruggageisla) og nær alveg aftur úr. Fremstu og öftustu geislarnir eru linir en mið- geislarnir harðir. Raufaruggi er mun lengri en bakuggi og nær lengra fram. Eyruggar eru litlir og kviðugga vantar. Hreistur vantar en rákargöt eru sjáanleg. Trjónuáll verður um 90 cm á lengd.

Geislar: B: 145-169; R: 128-153,- hryggjarliðir: 156-163.

Litur er fölleitur á baki, dökkur að neðan með bronsblæ á nýveiddum fiskum.

Heimkynni: Í Norður-Atlantshafi er trjónuáll beggja vegna frá miðbaug til Íslandsmiða. Í Atlantshafinu norðaustanverðu hefur hann m.a. fundist við Asóreyjar, Madeira og sunnan Portúgals. Í norðvestanverðu Atlantshafi við sunnanvert Grænland, á Stórabanka við

Nýfundnaland og við jaðar landgrunnsins á Brownbanka og undan Löngueyju við Nýju Jórvík. Hann er algengur á 90-1800 m dýpi við Bermúda. Við Bahama og Asóreyjar hefur hann veiðst allt niður á 5500 dýpi.

Trjónuáll fékkst í botnvörpu rs. Bjarna Sæmundssonar í apríl 1978 djúpt undan Suð- vesturlandi (62°43'N, 24°24'V) en þá voru þýsk rannsóknaskip búin að fá hann nokkrum sinnum á svipuðum slóðum. Nú veiðist hann alloft á djúpslóð frá grálúðuslóð vestur af Víkurál suður á Reykjaneshrygg og Skerjadjúp. Þá er hann í Berufjarðarál og í Rósagarði. Einn veiddist á miðunum við Kolbeinsey í september árið 1988 og er ólíklegt að fiskur þessarar tegundar hafi fundist norðar.

Lífshættir: Trjónuállinn er miðsævis- og djúpfiskur sem veiðst hefur á 90-5800 m dýpi. Fæða hans er einkum rækja, Ijósáta, Iitlir djúpfiskar, t.d. laxsíldir, fiskseiði og fleiri.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

 

Did you find the content of this page helpful?