Þornrækja

Mynd: Ingibjörg Jónsdóttir Þornrækja
extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Spirontocaris spinus.

Einkenni: Þornrækja er af ætt rækja Caridea. Hún er frekar smávaxin en heildarlengd hennar getur
orðið allt að 6 cm. Hún er yfirleitt skær rauð að lit með gula flekki (Hayward og Ryland,
2017). Meðal greiningareinkenna er hár kjöllaga frambolur með stóra tennta gadda á baki, spjót endar
með tvo odda, allur frambolur er tenntur og baklægur miðlægur gaddur er áberandi (Nozeres og
Berube, 2003; Squires, 1990). Auðvelt er að þekkja þornrækju frá axarrækju á þessum gaddi.

Útbreiðsla: Tegundin finnst einkum í norðanverðu Atlantshafi. Hún hefur fundist á 5 ‐ 465 m dýpi (Squires, 1990). Þornrækja hefur fundist allt í
kringum landið, aðallega í fæðusýnum norðvestur af landinu (31. mynd). Hér hefur hún veiðst á dýptarbilinu 37 – 715 m og við hitastig á bilinu ‐0,5
– 9.1°C.

 

Fundarstaðir þornrækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.

Lífshættir: Þornrækja lifir á botninum. Fæðan er aðallega tekin af mjúkum botni svo sem skeljar, götungar, skelkrabbar (ostracods) og botnlægir
þörungar (Birkely og Gulliksen, 2003).

 

Nytjar: Þornrækja er ekki nytjuð.

 

Heimild: https://www.hafogvatn.is/is/midlun/utgafa/haf-og-vatnarannsoknir/raekjutegundir-vid-island

Did you find the content of this page helpful?