Svelgur

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Chiasmodon harteli
Danish: Slughalsfisk

Svelgur er smár fiskur, langvaxinn og þunnvaxinn og fer smámjókkandi frá haus og aftur á stirtlu. Haus er allstór, kjaftur er mjög stór og nær vel aftur fyrir stór augu. Neðri skoltur nær lengra fram en sá efri. Langar tennur eru á báðum skoltum og eru þær fremstu í efra skolti lengstar. Ein röð tanna á gómbeinum. Plógbein er tannlaust. Bakuggar eru tveir og sá aftari er lengri. Raufaruggi er svipaður að stærð og aftari bakuggi og andspænis honum. Eyruggar eru langir og grannir og lágstæðir, byrja rétt framan við fremri bakugga og ná næstum jafnlangt aftur og hann. Kviðuggar eru stuttir og eru rétt framan við eyrugga. Sporðblaðka er stór og djúpsýld. Rák er greinileg frá tálknaloki að sporðblöðku. Hreistur vantar, enginn veiðiuggi og engin Ijósfæri. Svelgur getur orðið allt að 36 cm langur.

Litur er svartbrúnn eða gráleitur, stundum svartur.

Geislar: Bl: X-XIII, B2: IH-V+23-27,- R: III-V+21-28,- hryggjarliðir: 47-48.

Heimkynni: Svelgur hefur fundist í Davissundi, Grænlandssundi og á Íslands- Færeyjahrygg. Þá hefur hann fundist norðan og sunnan Asóreyja og í djúpkantinum suður af Þorskhöfða í BNA.

Fiskur af ættkvísl Cbiasmodon veiddist fyrst hér við land árið 1973 á um 1000 m dýpi djúpt undan Vesturlandi. Annar veiddist á 1400 m dýpi í september árið 1984 djúpt undan Suðurlandi og tveir veiddust í rækjuvörpu í október 1985 á rækjumiðunum milli Íslands og Grænlands (Dohrnbanki-Strædebank). Þeir voru 17 og 18 cm Iangir. Þá veiddist einn, 25 cm langur, á 915-1100 m dýpi út af Skaftárdjúpi í október árið 1992.

Á árunum 1993-2001 er vitað um 14 fiska, 14-20 cm langa, sem veiddust í botn- eða flotvörpur á 500-1100 m dýpi á svæðinu frá grálúðuslóðinni vestan Víkuráls suður á móts við Selvogsbankatá. Allir þessir fiskar voru á sínum tíma greindir sem gleypar, Chiasmodon nitjer. Fjórir fiskar sem voru taldir vera svelgir, Chiasmodon bolancjeri, veiddust árin 1992-1999 á svæðinu frá grálúðuslóð vestan Víkuráls suður á djúpkantinn vestur af Garðskaga. Á þessum tíma var talið að tegundirnar væru tvær hér við land, en mjög lítill munur fannst á þeim. Nýjustu rannsóknir benda hins vegar til þess að hér sé um að ræða tegund sem var ekki lýst fyrr en árið 2009.

Árið 2010 veiddist 23 cm langur fiskur á 860-910 m dýpi vestur af Öndverðarnesi (64°40'N, 27°50'V). Í Ijósi upplýsinga um að slíkir fiskar frá nálægum hafsvæðum hafi reynst tilheyra nýrri tegund, Chiasmodon harteli Melo, 2009, þá var þessi fiskur tekinn til nánari rannsókna, m.a. voru hryggjarliðir og uggageislar taldir. Reyndust hryggjarliðir vera 47, en einkennisfjöldi hryggjarliða í C. harteli er 47—48 meðan hann er 43-45 hjá C. niijer. Það verður að telja líklegt að þeir fiskar af þessari ættkvísl sem veiðst hafa við Ísland til þessa tilheyri þessari nýju tegund og verður litið svo á þar til annað kemur í Ijós.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

 

Did you find the content of this page helpful?