Svartmeiti

Mynd vantar Svartmeiti
extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Neonesthes capensis

Svartmeiti er ekki mjög langvaxinn fiskur.

Trjóna er styttri en þvermál augna og fremri hluti hennar virðist vísa upp á við. Engar stórar vígtennur eru á skoltum. Á aftari hluta efri skolts eru smáar og þéttstæðar tennur. Niður úr framanverðum neðri skolti gengur þráður með ljósfæri á enda. Bakuggi er aftan við miðjan fisk og aftan hans nálægt sporði og andspænis aftanverðum raufarugga er veiðiuggi. Raufaruggi er meira en tvöfalt lengri en bakuggi. Sporður er sýldur. Eyr- og kviðuggar eru frekar litlir.

Aftan við hvort auga neðanvert er stórt ljósfæri. Röð Ijósfæra er meðfram endilangri kviðrönd frá haus aftur að sporði og önnur röð aðeins ofar, einnig frá haus aftur á móts við framanverðan raufarugga. Svartmeiti verður um 17 cm langur að sporði.

Litur: Svartmeiti er svartur á lit, með slikju.

Geislar: B: 8-12,- R: 22-28.

Heimkynni svartmeita eru í öllum heimshöfum. Í Atlantshafi er hann á milli 23°N og 35°N heimsálfa á milli og einnig á milli 20°S og 38°S en finnst ekki eða er sjaldséður í hitabeltinu. Hann hefur fundist í Biskajaflóa og á Íslandsmiðum.

Í október árið 1998 veiddist einn, 14 cm langur, á 660 m dýpi suðaustur af Vestmannaeyjum (63°12'N, 19°52'V).

Lífshættir: Svartmeiti er miðsævis- og djúpfiskur sem heldur sig venjulega á meira dýpi en 500 m á daginn. Ungir fiskar eiga það til að leita upp í yfirborðslögin á nóttunni. Lítið er vitað um hrygningu en fæða er mest smáfiskar og smá krabbadýr.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

Did you find the content of this page helpful?