Skjár

extrasDictionarySynonymsIcelandic:
blálax
extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Bathylagus euryops
Danish: sortsmelt
English: Goitre blacksmelt
French: arcette-goitre

Skjár er þunnvaxinn, frekar stuttvaxinn og hálf hlaupkenndur fiskur. Trjónan er mjög stutt – um þriðjungur af augnstærð. Augun eru stór eða um helmingur af hauslengdinni og fram- og útstæð. Tálknaop eru lítil og kjaftur einnig lítill og jafnskolta. Smáar tennur – oddmjóar og keilulaga – eru í einni röð á plógbeini, gómbeinum og í neðri skolti en efri skoltur er tannlaus. Bakuggi er um eða framan við miðju. Veiðiuggi er andspænis aftari enda raufarugga. Rætur raufarugga er lengri en spyrðustæðið. Bakuggi, raufaruggi og kviðuggar eru á einsk konar fæti eða kambi. Hreisturslíður eru stór. Skjár getur orðið 20 cm á lengd.

Litur: Skjár er bláleitur á lit og á nýveiddum fiskum er græn slikja en hún hverfur fljótt. Jaðar hreisturslíðranna er dökkur, einkum við kvið. Trjóna er dökkleit, tálknalok blásvört. Magasekkur, skúflangar og jaðar bols eru dökkleit.

Geislar: B: 9-11; R: 16-19; hryggjarliðir: 44-46.

Lífshættir: Skjár er miðsjávarfiskur og hafa seiði fundist á 20-500 m dýpi en fullorðnir fiskar einkum á 500-1500 m dýpi.

Hrygning fer fran á svæði frá Færeyjum til Grænlands að vori til. Í maga skjás hafa fundist smákrabbadýr.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

Did you find the content of this page helpful?