Silfurkóð

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Gadiculus thori
Danish: sølvtorsk
Faroese: silvurmurtur
Norwegian: sølvtorsk
Swedish: nordlig silvertorsk
English: silvery pout, silvery cod
German: Silberdorch
French: gadicule, merlan argenté
Spanish: faneca plateada
Portuguese: badejinho
Russian: Гадикул / Gadikúl, Большеглазая тресочка / Bol'sheglázaja tresótsjka, Глубоководный гадикул / Glubokovódnyj gladikúl

Silfurkóð er lítill fiskur og þunnvaxinn, hausstór og bolstuttur. Augu eru mjög stór. Kjaftur er stór og mjög skásettur, næstum lóðréttur. Plógbeinstennur eru illa þroskaðar. Á haus eru djúpar grófir. Hökuþráðu vantar. Bakuggarnir þrí eru allir vel aðgreindir og sömuleiðis raufaruggarnir tveir. Spyrðustæði er grant og sporður lítill og grunnsýldur. Eyruggar eru í meðallagi og kviðuggar litlir. Hreistur er stórt og laust og rákin er greinileg.

Silfurkóð verður um 19 cm að lengd.

Litur: Eldri silfurkóð eru silfurgljáandi á lit með dökkan belt á haus. Ungir fiskar eru hins vegar rauðgráir.

Geislar: B1: 9-13; B2:15-17; R1: 11-16; R2: 16-17; hryggjarliðir: 39-42.

Heimkynni silfurkóðs eru í norðaustanverðu Atlantshafi frá Biskajaflóa vestur fyrir Bretlandseyjar til Noregs. Þá er það við Færeyjar og Ísland. Í vestanverðu Miðjarðarhafi og undan ströndum Marokkós er undirtegundin Gadiculus argenteus argenteus.

Svifseiði fundust bæði suðaustanlands og í MIðnessjó ( í júlí 1927) áður en fullorðnir fiskar fóru að veiðast. Árið 1957 veiddust síðan tveir fiskar, annar á 460 m dýpi djúpt undan Suðausturlandi í júlí en hinn á 350-370 m dýpi suðaustur af Ingólfshöfða. Síðan hafa allmörg silfurkóð veiðst á Íslandsmiðum, einkum á Reykjaneshrygg. Þau hafa felst verið 12-17 cm löng en það stæsta mældist 19 cm.

Lífshættir: Silfurkóð er úthafs- og miðsjávarfiskur sem lifir á 100-1000 m dýpi. Fæða er alls konar smákrabbadýr og burstaormar.

Hrygning fer fram í janúar og febrúar undan stuðvesturströnd Írlands og í apríl við Noreg. Hér við land gæti hrygning átt sér stað nokkru síðar miðað við fundartíma svifseiða þeirra sem minnst er á hér á undan. Ungfiskar halda sig á 200-400 m dýpi. Silfurkóð verður varla eldra en tveggja eða þriggja ára.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

Did you find the content of this page helpful?