steinsuga (icelandic)

Sæsteinsuga

extrasDictionarySynonymsIcelandic:
steinsuga
extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Petromyzon marinus
Danish: havlampret, havnegenøjn
Norwegian: havniøye
English: sea lamprey
German: Meerneuenauge
French: grande lamproie, lamproie marbrée, lamproie marine
Spanish: lamprea, lamprea de mar
Portuguese: lampreia, lampreia-do-mar
Russian: Морская минога / Morskája minóga

Sæsteinsugan er állaga og sívöl að framan en þynnist til hliðanna aftur eftir. Hausinn (mældur að aftasta tálknaopi) er um fimmtungur heildarlengdarinnar og rennur saman við bolinn. Á enda hauss að neðan er kjafturinn allsérkennilegur og skoltalaus. Hann er skorulaga en myndar kringlótta sogskífu þegar hann flest út og við það verður fjöldi smárra, einyddra og raðstæðra horntanna greinilegur. Augu eru smá og aftan við þau taka við sjö skástæð tálknaop, án tálknaloka. Bakuggar eru tveir og greinilega aðskildir. Sá fremri er minni og liggur rétt aftan við miðjan bol. Aftari bakuggi er tvöfalt lengri og hærri. Hann er samvaxinn sporðblöðku við rætur en greinist frá henni að ofan með smá skoru. Sporðblaðka er lítil og nær að neðan á móts við hluta af aftari bakugga. Raufarugga vantar. Rauf er á móts við horn aftari bakugga. Sæsteinsuga er allt að 100 cm löng, en oftast 60-70 cm. Sú lengsta hér við land mun hafa verið 80-90 cm.

Litur: Fullorðnir fiskar komnir að kynþroska eru venjulega ólífubrúnir að ofan eða með gulbrúnum, grænum, rauðum eða bláum flekkjum, stundum með dökku ívafi. Að neðan eru steinsugur Ijósleitar, gráar eða fölleitar. Ungar sæsteinsugur á leið niður til sjávar eru hvítar að neðan og blásvartar með silfurblæ að ofan.

Heimkynni: Sæsteinsugu er að finna beggja vegna Norður-Atlantshafs frá Barentshafi og Norður-Noregi að norðan og austan suður í Skagerak og Kattegat og inn í Eystrasalt. Við Færeyjar, i Norðursjó, meðfram ströndum Bretlands og Frakklands til Portúgals og inn í vestanvert Miðjarðarhaf. Einnig við Vestur-Afríku. Til Íslands koma alloft flækingar. Í norðvestanverðu Atlantshafi finnst sæsteinsugan við Suður-Grænland og við strendur Norður-Ameríku er hún frá Lárensflóa og Nýfundnalandi til Flórída.

Hér við Iand verður sæsteinsugu vart af og til allt í kringum landið en hún hefur ekki verið staðin að því að hrygna hér.

Lífshættir: Sæsteinsugan lifir í sjó og finnst hún frá 2 m dýpi niður á 1100 m og jafnvel dýpra. Í sjónum leitar hún sér fæðu en heldur í ferskvatn til hrygningar. Í september 2009 veiddist lax við Ægissíðufoss í Ytri-Rangá og var hann með sæsteinsugu á hausnum. Þetta mun vera fyrsti fundur sæsteinsugu í íslenskri á. Í sjónum lifir hún á því að sjúga blóð úr fiskum og hvölum. Kemur þá sogmunnur hennar með beittum tönnum að góðu gagni. Steinsugan gefur frá sér efni sem hindrar storknun blóðs fórnardýranna. Meðal fiska sem eru fórnarlömb hennar má nefna síld, lax, makríl, þorskfiska og beinhákarl. Auk blóðsins tekur hún hold og roð með. Smáfiskum sem hún Ieggst á getur hún riðið að fullu. Sjálf getur steinsugan orðið fiskum að bráð og hefur hún m.a. fundist í maga sverðfisks. Einnig ásækja hana ýmis sníkjudýr.

Eins og getið hefur verið leitar sæsteinsugan upp í ósalt vatn til hrygningar. Í nágrannalöndunum fer hrygning fram á sumrin og hefst gjarnan við 10°C vatnshita og er oft lokið þegar 20-21°C hita er náð. Hrygning fer fram á grýttum botni eða malarbotni. Hrygnan og hængurinn fjarlægja steina með sogmunninum og gera sér eins konar hreiður með því að mynda holu í botninn. Eggjum, sem geta orðið allt að 200 þúsund, er síðan hrygnt í þessa gryfju sem er yfirleitt 60- 90 cm í þvermál og 15 cm djúp. Eggin hyljast síðan sandi og klekjast út en foreldrarnir drepast að lokinni hrygningu. Lirfurnar eru mjög ólíkar foreldrum sínum í útliti fyrst í stað, m.a. eru þær blindar og tannlausar. Eftir 3—5 ár í botnleirnum eru lirfurnar orðnar 15-20 cm seiði og þá fara þær að líkjast foreldrum sínum og halda þá til sjávar síðla sumars þar sem þær taka upp lifnaðarhætti foreldranna. Eftir eitt eða tvö ár í sjó eru sæsteinsugurnar orðnar 60-80 cm langar og kynþroska og halda þá upp í árnar til hrygningar.

Nytjar: Nytsemi af sæsteinsugu er engin en á miðöldum var hún étin í Evrópu og þótti lostæti hið mesta. Í Bandaríkjunum, einkum í Nýja Englandi, var hún étin allt fram á miðja 19. öld. Seiðin hafa verið notuð í beitu. Annars er steinsugan frekar talin vera plága þar sem hún leggst á laxfiska, vatnasíldar og fleiri nytjafiska.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

 

Did you find the content of this page helpful?