Pólrækja

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Lebbeus polaris

Einkenni: Pólrækja er af ætt rækja Caridea. Spjót pólrækju er frekar langt og beint, tennt bæði að ofan og neðan. Einnig getur spjótið verið ótennt. Frambolur er stuttur með einn gadd fyrir ofan augnsvæðið. Annað fótapar hefur 7 liði (Squires, 1990). Heildarlengd pólrækju getur verið allt að 9 cm, en algeng stærð er 6 – 7 cm. Hún er fölleit með rauða og gulleita bletti og rákir (Hayward og Ryland, 2017).

Útbreiðsla: Útbreiðsla pólrækju er í kringum pólsvæðið eins og nafn hennar bendir til, en nær að Skagerak í Atlants‐hafinu og suður að Bristish Columbia í Kyrrahafi. Hún hefur fundist á 0 – 1000 m dýpi, en heldur sig mest á 30 – 300 m dýpi (Hayward og Ryland, 2017). Við Ísland hefur pólrækjan fundist á 37 – 663 m dýpi og við hitastig frá ‐0,6 – 8,6°C. Útbreiðsla hennar við landið er aðallega út af Norðurlandi en hún hefur aðeins einu sinni verið greind fyrir sunnan land. Í fæðusýnum hefur pólrækjan nær eingöngu fundist í þorskmögum.

Fundarstaðir pólrækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.

Fundarstaðir pólrækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.

Lífshættir: Hún finnst á leirbotni en einnig hörðum og sendnum botni. Í magagreiningum á pólrækju hafa fundist leifar af burstaormum, marflóm og hveldýrum. Ekki er talið að pólrækjan grafi ofan í setið til að afla sér fæðu þar sem ekki hafa fundist leifar af litlum samlokum í maga pólrækjunnar (Birkely og Gulliksen, 2003). Pólrækja sækist eftir návist leirblóms (Bolocera tuediae) sem er nokkuð algengur sæfífill, sennilega til að leita skjóls en hugsanlega til að éta afganga sem falla frá sæfíflinum. Þetta samlífi hefur sést á neðansjávarljósmyndum við Ísland (Ingibjörg G. Jónsdóttir og Steinunn H. Ólafsdóttir, 2016).

Nytjar: Pólrækja er ekki nytjuð.

Heimild: https://www.hafogvatn.is/is/midlun/utgafa/haf-og-vatnarannsoknir/raekjutegundir-vid-island

Did you find the content of this page helpful?