Píslrækja

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Eualus pusiolus

Einkenni: Píslrækja er af ætt rækja Caridea. Spjót píslrækju er stutt og örlítið bogið niður, með örfáum göddum að ofan (Squires, 1990). Píslrækja er hálfgagnsæ og mismunandi að lit og getur verið græn, rauðbrún, bleik eða flekkótt. Heildarlengd píslrækju getur orðið næstum 3 cm (Telnes, 2018).
Útbreiðsla: Píslrækja finnst um allt Atlants‐ og Kyrrahaf. Hún hefur fundist frá yfirborði og niður að 500 m dýpi (de Kluijver og Ingalsuo, 2018). 

Lífshættir: Píslrækja virðist helst velja sér harðan botn, að öðru leiti er lítið vitað um lífshætti hennar.

 

Heimild: https://www.hafogvatn.is/is/midlun/utgafa/haf-og-vatnarannsoknir/raekjutegundir-vid-island

Did you find the content of this page helpful?