Ófrenja

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Caulophryne jordani
Danish: jordans faneangler
English: fanfin angler

Ófrenja verður um 22 cm á lengd.

Heimkynni ófrenju eru í öllum heimshöfum. Í Norður-Atlantshafi hefur hún fundist suðvestan Madeira, á Íslandsmiðum, undan Nuuk á Vestur- Grænlandi og við Nýfundnaland.

Hér við land veiddist 22 cm löng ófrenja í júní 1990 á 915-1100 m dýpi á grálúðu slóð vestan Víkuráls. Hún var upphaflega greind sem Caulophrune ploynema og hlaut nafnið frenja á íslensku. Þegar rétta tegundin uppgötvaðist var nafninu breytt í ófrenja. Í júní 1995 veiddust tvær ófrenjur á 915-1100 m dýpi á grálúðuslóðinni títtnefndu (65°11´N, 28°10´V) Þær voru 16 og 20 cm langar. Þá veiddist ein, 17,5 cm löng, í flotvörpu á 750 m dýpi í júní 1997 í Grænlandshafi (62°00´N, 30°20´V) rétt utan 200 sjómílna markanna suðvestur af landinu. Í maí 1999 veiddist ein, 13 cm löng, í botnvörpu á 550-790 m dýpi suður af Surtsey (63°01´N, 20°42°´) og í október árið 2001 veiddist ein 17 cm löng, á 990-1000 m dýpi djúpt vestur af Öndverðarnesi (64°34´N, 28°03°´V). Árið 2002 veiddist 18 cm ófrenja á 1295-1342 m dýpi suðvestur af Reykjanesi (63°06´N, 26°53´V) og í júní árið 2003 veiddist ein, 17 cm löng, á 600 m dýpi rétt innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögunnar djúpt vestur af Reykjanesi (63°49´N, 27°21´V) og önnur, 16 cm löng, skömmu síðar á 500-950 m dýpi í Grænlandshafi utan 200 sjómílna markanna (60°39´N, 32°10´V) Árið 2006 veiddist ein 11 cm löng á 715- 770 m dýpi á Reykjaneshrygg.

Lífshættir: Ófrenja er miðsævis- og djúpfiskur sem fer einförum og oftast á miklu dýpi eða niður á meira en 2000 m. Hængar finna sér hrygnur með hjálp mjög vel þroskaðra skynfæra og hengja sig á þær. Fæða fullþroska hrygna eru fiskar, smokkfiskar og krabbadýr. Hrognum er hryngt í hlaupkennda borða líkt og hjá skötusel og berast þessir borðar um úthafið á meðan hrognin klekjast út. Lirfur alast upp í efstu 200 m sjávar.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

Did you find the content of this page helpful?