Násurtla

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Haplophryne mollis
Danish: blegangler
English: Soft leafvent angler

Násurtluhrygnur þekkjast frá öðrum sædyflum á því m.a. að á tálknalokshorni eru þrí- til fimmstrendur flatur gaddur og roð er litlaust (lost) og hálfgegnsætt. Að öðru leyti er þetta stuttvaxinn og smávaxinn fiskur. Á haus (enni) eru fjórir hvassir gaddar. Stilklaust ljósfærið er á trjónu og líkist það mest auga. Enginn þráður er á hálsi eins og á öðrum tegundum ættarinnar sm fundist hafa á Íslandsmiðum. Tennur á skoltum eru margar og smáar. Lengsti fiskur til þessa er 10,5 cm. Hængar eru dvergvaxnir, um 12-15 mm langir og lifa áfastir hrygnunum.

Litur: Násurtla er ljós á lit.

Geislar: B 3; R:3.

Heimkynni: Násurtla finnst í öllum heimshöfum. Hér veiddist ein í flotvörpu á 520 m dýpi þar sem botndýpi var um 1500 m í júní árið 2001 djúpt suðvestur af Reykjanesi (61°30´N, 28°36´V). Önnur veiddist í júlí sama ár á 910 m dýpi yfir 3000 m botndýpi langt utan við 200 sjómílna fiskveiðilögsöguna suðaustur á Hvarfi á Grænlandi (56°28´N, 36°47´V). Þær voru hvor um sig 8,5 cm langar.

Í júní 2003 veiddust tvær násurtlur í Grænlandshafi á 550-850 m dýpi utan 200 sjómílna fiskveiðilögsögunnar ( 65°02´N, 31°06´V og 62°59´N, 33°33´V). Þær mældust 7,5 og 10,5 cm langar. Í júní 2007 veiddist 7 cm löng násurtla í flotvörpu við Reykjaneshrygg. Áður hafði násurtla veiðst næst Íslandi á Dohrnbanka við Austur- Grænland en þar veiddust tvær. Einnig hefur hún veiðst við Madeira.

Lífshættir: Lítið eru um lífshætti násurtlu vitað nema hún er miðsævis- og djúpfiskur.

 

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

Did you find the content of this page helpful?