Nasi

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Nesiarchus nasutus
Norwegian: Gjeddetryne
Swedish: Havsgädda
English: Escolar
German: Schwarzer Hechtkopf
Spanish: Escolar narigudo
Portuguese: Peixe espada preto

Nasi er langvaxinn fiskur, þunnvaxinn og frekar hausstór. Neðri skoltur teygist fram fyrir þann efri og beygist niður á við fremst. Tennur eru stórar og hvassar. Augu eru stór. Bakuggi er langur og tvískiptur og er fremri hluti hans lengri en sá aftari og með broddgeislum. Raufaruggi er andspænis aftari hluta bakugga og svipaður honum að lengd. Fremst í raufarugga er rýtingslaga broddur. Aftan bak- og raufarugga eru tveir smáuggar. Sporður er stór og sýldur. Eyruggar eru frekar litlir og kviðuggar eru smáir. Hreistur er smátt og rák greinileg. Nasi getur náð 130 cm að sporði en algeng stærð er 30- 80 cm.

Litur: Nasi er dökkbrúnn eða svartur á lit á baki með fjólubláum deplum á hliðum og kviði. Uggar eru svartir og innanverður kjaftur sömuleiðis. Rák er hvít eða ljósleit.

Geislar: Bl: XIX-XXI, B2: 1+19-24,- R: 11+18-21; E: 12-14; K: II+5; hryggjarliðir: 34-36.

Heimkynni nasa eru í öllum heimshöfum, einkum í heittempruðum sjó. Í austanverðu Atlantshafi finnst hann frá Íslands-Færeyja- hryggnum til Írlands og Kanaríeyja og áfram suður meðfram ströndum Afríku inn í Gíneuflóa. Þá er hann við Suður-Afríku. Í vestanverðu Atlantshafi er hann frá Nýja-Skotlandi til Bermúdaeyja og við norðanverða Suður- Ameríku. Þá er hann víða í Indlands- og Kyrrahafi. Flækingar slæðast inn í Norðursjó, Skagerak og til Vestur-Noregs.

Hér veiddist nasi fyrst undan Suðausturlandi í júlímánuði árið 1951 og síðan veiddist annar í Berufjarðarál í september árið 1952.

Lífshættir: Nasi er úthafs-, miðsævis- og botnfiskur á 200-1200 m dýpi en hefur fundist niður á 1500 m dýpi. Ungir fiskar halda sig miðsævis. Fæða er fiskar, smokkfiskar og krabbadýr. Hrygning fer fram allan ársins hring í heitum höfum.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

Did you find the content of this page helpful?