Marþvari

extrasDictionarySynonymsIcelandic:
rækjukóngur
extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Sclerocrangon boreas

Einkenni: Marþvari er af ætt rækja Caridea. Hann er grábrúnn að lit, hefur harðgerðan og loðinn skjöld,

mjög stutt spaðalaga spjót, einn gadd fyrir aftan auga og kjöllaga kvið (18. mynd). Marþvari hefur eingöngu einn lítinn gadd neðst á skildinum á öðrum og þriðja halalið, ólíkt gaddþvara sem hefur tvo áberandi gadda. Skjaldarlengd karldýra getur orðið 2,5 cm en skjaldarlengd kvendýra getur orðið 3,5 cm (Squires, 1990).

Útbreiðsla: Marþvari er kaldsjávartegund sem er algengastur frá fjöruborði niður á um 450 m dýpi. Hann er útbreiddur á grunnsævi frá Norður‐Þrændarlögum í Noregi og norður til Svalbarða og er algengur inni á fjörðum á vesturströnd Spitsbergen. Mestur þéttleiki er við hitastig upp að 4°C. Við Íslandi hefur marþvari fundist allt í kringum landið en þó síst út af Suðurlandi. Hann hefur verið greindur í fæðusýnum, trolli og skjóðu, bæði innan fjarða og í úthafinu. Hann hefur fundist á 8 – 716 m dýpi og við ‐1,8 – 9,5°C.

Fundarstaðir marþvara við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.

Fundarstaðir marþvara við Ísland. Rauðir punktareru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.

Lífshættir: Marþvari er tvíkynja, fyrst karldýr

en breytist í kvendýr síðar á ævinni (Björndalsbakke, 2011). Hann lifir á botninum og hefur fundist á ýmsum botngerðum, s.s. mjúkum, sendnum og grófum botni (Heegaard 1941). Við austurströnd Grænlands fannst hann oft í nálægð við sæfífilinn Balanus porcatus (Heegaard, 1941). Egg marþvara eru fá en stór og kvendýrin bera þau undir afturbolnum í 9‐12 mánuði. Lirfurnar eru ekki sviflægar heldur vex ungviðið meðan það heldur sér á halafótum kvendýranna (Lacoursière‐Roussel og Sainte‐Marie, 2009). Marþvari étur ýmis botndýr svo sem burstaorma, marflær, lindýr og slöngustjörnur (Sainte‐Marie o.fl., 2006).

Nytjar: Marþvari er ekki nytjaður.

 

Heimild: https://www.hafogvatn.is/is/midlun/utgafa/haf-og-vatnarannsoknir/raekjutegundir-vid-island

Did you find the content of this page helpful?