Ljóskjafta

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Ciliata septentrionalis
Danish: nordlig havkvabbe
Faroese: Ishavs hornabrosma
Norwegian: nordlig tangbrosme
Swedish: nordlig skärlånga
English: northern rockling
German: Seequappe
French: motelle nordique

Ljóskjafta er mjóvaxin, hausstór og kjaftstór. Á hængunum nær kjafturinn vel aftur fyrir augu en hrygnurnar eru með styttri haus og nær kjafturinn á þeim rétt aftur fyrir augu. Á snjáldri, framan við nasir, eru tveir þræðir og á eftir grön eru aðrir tveir. Auk þess eru á efri grön áberandi separ eða kögur. Hökuþráður er vel þroskaður. Augu eru lítil. Fremri bakuggi er einn langur þráður að viðbættum burstalaga smágeislum í gróf. Aftari bakuggi og raufaruggi eru langir og sporður er í meðallagi, bogadreginn fyrir endann. Eyruggar eru í meðallagi stórir en kviðuggar eru litlir og annar geisli þeirra lengstur. Rák er ógreinileg. Ljóskjafta getur orðið 20 cm á lengd.

Litur er grábrúnn en ljósari á kvið og kjafthol er ljóst.

Geislar: B1: 1+n: B:2: 45-53; R: 42-44; hryggjarliðir: 45-46.

Heimkynni: Ljóskjafta lifir í norðaustanverðu Atlantshafi umhverfis Bretlandseyjar, í sunnan verðum Norðursjó og meðfram vesturströnd Noregs. Þá mun rúmlega 7 cm seiði hafa veiðst við Austfirði (64°28´N, 13° 13°24´V) í byrjun júlí árið 1925, en það var ekki fyrr en í mars 2008 sem fullvaxinna fiska tegundarinnar varð vart á Íslandsmiðum. Þá veiddust tvær ljóskjöftur, önnur á 70 m dýpi vestur af Kópanesi (65°01´N, 25°8´V) og er það mesta dýpi sem hún hefur veiðst á . Fiskar þessir voru 13 og 17 cm langir.

Lífshættir: Ljóskjafta er botn- og grunnfiskur sem veiðst hefur á 9-90 m dýpi en hún mun vera algengust á 30-50 m. Fæða er ýmis smá botndýr eins og krabbadýr og burstaormar. Við Bretlandseyjar hrygnir ljóskjafta í mars og apríl.

 

 

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

Did you find the content of this page helpful?