Litli kampalampi

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Pandalus montagui
English: aesop shrimp
German: Felsengarnele, Rote Schwimmgarnele
French: crevette ésope
Spanish: camarón esópico
Portuguese: camarão-boreal

Einkenni: Litli kampalampi er af ætt rækja Caridea. Hann hefur áberandi rauðar rendur á búknum, er ekki með baklægan gadd og fremsti hluti spjóts er ekki tenntur (14. mynd). Annað fótapar er mislangt, hægri fótur er styttri (Squires, 1990). Skjaldarlengd litla kampalampa verður ekki mikið meiri en 3 cm (Squires, 1990).

Útbreiðsla: Litli kampalampi hefur norðlæga útbreiðslu, finnst um allt norðanvert Atlantshafið suður að Bresku eyjunum og Norðursjó og í Hvítahafi. Í vestur hluta Norður Atlantshafsins finnst litli kampalampi aðallega í strandsjó þar sem hitastig er breytilegt en hann kýs hita nálægt 0°C. Í austanverðu Norður‐Atlantshafi er hann í heldur heitari sjó eða í 4 – 13°C (Maine, Stevenson og Pierce, 1985; Squires, 1990). Litli kampalampi er fæða ýmissa fisktegunda og hefur fundist í mögum þorsks og ýsu og lítillega í ufsa. Litli kampalampi er nokkuð algengur umhverfis Ísland, og hefur hann fundist allt í kringum landið en þó oftast út af Vesturlandi og Vestfjörðum. Hann hefur aðallega greinst í fæðusýnum en einnig komið í rækjutroll og skjóðu rækjutrollsins. Hér við land hefur hann fundist á 8 – 658 m dýpi og við ‐1,8 – 12,2°C.

Fundarstaðir litla kampalampa við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.

Fundarstaðir litla kampalampa við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.

 

Lífshættir: Líkt og stóri kampalampi er litli kampalampi tvíkynja, það er að segja hann er karldýr fyrstu æviárin en breytist svo í kvendýr síðari hluta ævinnar (Squires, 1990).

Nytjar: Litli kampalampi er veiddur til manneldis á ákveðnum svæðum en er aðallega sem meðafli með öðrum rækjuveiðum. Hann veiðist í mjög litlu magni sem meðafli á ákveðnum svæðum við Ísland.

 

Heimild: https://www.hafogvatn.is/is/midlun/utgafa/haf-og-vatnarannsoknir/raekjutegundir-vid-island

Did you find the content of this page helpful?