Kryppuangi

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Platytroctes apus
Danish: hojrygget skulderlysfisk
Russian: Платитрокт / Platitrókt

Kryppuangi er lítill fiskur, þunnvaxinn og hávaxinn og með allstóran haus. Minnir lögun fisksins dálítið á laufblað eða flatfisk. Bak- og raufaruggar eru jafnstórir og andspænis hvor öðrum aftarlega á fiskinum. Eyruggar eru frekar smáir, kviðugga vantar og er kryppuangi eini fiskurinn af angaætt á Islandsmiðum sem er án kviðugga. Sporður er sýldur. Engin Ijósfæri eru á fiskinum. Flest hreisturblaðanna eru með kili og því er fiskurinn hrjúfur viðkomu. Rák er allgreinileg. Kryppuangi verður um 18 cm.

Litur: Kryppuangi er dökkleitur eða öskugrár á lit en efri og neðri jaðrar spyrðustæðis eru svartleitir.

Geislar: B: 17-21,- R: 15-19.

Heimkynni kryppuanga eru í öllum heimshöfum. í Norður-Atlantshafi hefur hans orðið vart vestan Marokkó í Afríku, undan Portúgal, í Biskajaflóa, við Ísland og í Grænlandssundi og við Nuuk við Vestur- Grænland. Þá hefur hann fundist í vestanverðu Atlantshafi, Indlandshafi og Kyrrahafi.

Á Íslandsmiðum hafa veiðst tveir fiskar innan 200 sjómílna markanna, báðir árið 1998. Sá fyrri, sem mældist 18,5 cm, veiddist í flotvörpu á 730-770 m dýpi um miðjan apríl vestan við Reykjaneshrygg djúpt suðvestur af Reykjanesi (62°00'N, 28°35'V) en hinn, einnig 18,5 cm, veiddist f flotvörpu á 500 m dýpi (botndýpi 1100 m) í maí djúpt vestur af Faxaflóa (64°06'N, 27°48'V). í desember árið 1961 veiddist einn 12 cm langur á 385 metra dýpi rétt utan við núverandi fiskveiðilögsögu á milli Íslands og Grænlands (65°30'N, 30°30'V).

Lífshættir: Kryppuangi er miðsævis- og djúpfiskur sem veiðst hefur á 385-5400 m dýpi.

 

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

Did you find the content of this page helpful?