Kjálkastirnir

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Sigmops elongatus
Faroese: Seilur
English: Elongated bristlemouth fish
French: Gonostome a grandes dents
Russian: Gonostoma

Myndin af kjálkastirnir er tekin af frosnu eintaki og verður skipt út við fyrsta tækifæri.

 

Kjálkastirnir er lítill fiskur, langvaxinn og þunnvaxinn. Hausinn er stór og trjónan stutt. Kjaftur er mjög stór og nær neðri skoltur lengra fram en sá efri. Í efri skolti eru 14 grannar og hvassar tennur og á milli þeirra eru smærri tennur. Plógbein er tannlaust. Bakuggi er andspænis framanverðum raufarugga sem er um þrefalt lengri en bakuggi. Lítill veiðiuggi er andspænis aftanverðum raufarugga. Eyr- og kviðuggar eru í meðallagi stórir. Hreistur er stórt, þunnt og laust. Á kviði er röð Ijósfæra frá haus að sporðblöðku og önnur röð ofar frá eyruggarótum að rauf. Kjálkastirnir verður allt að 28 cm á lengd.

Litur: Kjálkastirnir er venjulega svartur á lit, stundum brúnleitur. Á hliðum er dökksilfraður, bláleitur eða grænleitur blær. Uggar eru dökkir.

Geislar: B: 11-15, R: 27-32,- hryggjarliðir: 39-41.

Heimkynni kjálkastirnis eru í öllum heimshöfum umhverfis jörðina. Hann er í öllu Atlantshafi á milli Evrópu og Norður-Ameríku og Afríku og Suður-Ameríku. Hann hefur veiðst í Rósagarðinum suðaustan íslands (63°N og 11-12°V) þar sem einn fannst í ágúst árið 1952 og á milli Íslands og Grænlands (65°30'N, 29°20'V) sem er nyrsti fundur kjálkastirnis til þessa. Í júní árið 2001 veiddist einn rúmlega 21 cm langur á 160 m dýpi þar sem botndýpi var 2000 m, djúpt suður af landinu (61°29'N, 21°08'V).

Lífshættir: Kjálkastirnir er miðsævis-djúpfiskur sem leitar stundum botns. Hefur veiðst á 100- 3400 m dýpi. Fæða hans er einkum krabbadýr og smáfiskar.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

Did you find the content of this page helpful?