Kambhaus

Ath mynd af gömlu eintaki. Kambhaus
Ath mynd af gömlu eintaki. Kambhaus
extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Poromitra crassiceps
Danish: Butkindet kogleskælfisk
English: Crested bigscale
French: Heaume à crête

Kambhaus er stuttvaxinn og allþykkvaxinn, hausstór fiskur með frekar smá augu. Þvermál þeirra er minna en trjónulengdin. Efst og fremst á haus er stuttur broddur sem vísar upp og rétt aftan hans er lágur kambur. Skoltar eru endastæðir og örlítið skástæðir. Tennur eru smáar. Uggar eru allir vel þroskaðir. Bakuggi er miðlungs langur en raufaruggi aðeins styttri og byrjar andspænis aftari hluta bakugga. Kviðuggar eru undir rótum eyrugga. Sporður er stór og spyrðustæði allsvert, mun sverara en á blaðhaus. Hreistur er stórt og laust. Kambhaus nær 18 cm lengd að sporði.

Litur er grár eða svartur.

Hryggjarliðir: 26-29.

Heimkynni kambhauss eru í öllum höfum nema heimskautahöfunum og í Miðjarðarhafi. Í norðvestanverðu Atlantshafi hefur hans orðið vart norðvestan Flæmingjagrunns austan Nýfundnalands og suðvestan Grænlands.

Á Íslandsmiðum fékkst einn, 8 cm langur, úr þorskmaga í apríl 1962 djúpt vestur af landinu (65°30'N, 28°30'V) og annar,15 cm langur, veiddist á 1143-1172 m dýpi djúpt vestur af Öndverðarnesi (65°12'N, 28°20'V) í júníbyrjun árið 1992. Síðan hefur komið í Ijós að talsvert er af þessari tegund í úthafinu suðvestur af Íslandi.

Lífshættir: Kambhaus er miðsævis- og botndjúpfiskur í úthafinu. Hann virðist halda sig dýpra en 600 m. Seiði og ungfiskar finnast þó oft grynnra. Fæða er smákrabbadýr en um hrygningu er ekkert vitað.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

Did you find the content of this page helpful?