Ísrækja

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Hymenodora glacialis

Einkenni: Ísrækja er af ætt rækja Caridea. Hún er frekar smávaxin, en getur þó orðið allt að 8,2 cm að heildarlengd (Kreibich, Hagen og Saborowski, 2010). Hún er blóðrauð að lit og skel hennar er mjög mjúk. Hún er því oft fremur klesst þegar hún veiðist. Hún hefur rúnnaðan líkama og stutt hvasst spjót með 5‐7 göddum (Squires, 1990).

Fundarstaðir ísrækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.

Fundarstaðir ísrækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.

Útbreiðsla: Ísrækja er flokkuð sem djúpsjávarrækja og finnst niður á 1500 m dýpi.

Hún heldur einkum til í pólsjó og djúpt í Norðaustur Atlantshafi (Kreibich o.fl., 2010). Eins og sjá má á 13. mynd er helsta útbreiðslusvæði ísrækju við Ísland í kalda sjónum norður af landinu. Hana er þó að finna allt í kringum landið og hefur hún að langmestu leiti verið greind í fæðusýnum. Auk fæðusýna hefur hún komið í skjóðu rækjutrollsins og í rækjutrollið djúpt norðaustur af landinu.

Lífshættir: Ísrækja er rándýr og lifir aðallega á litlum krabbadýrum og pílormum. Við Ísland finnst hún helst þar sem hitastig er á bilinu ‐2°C – 0°C og á 300 ‐ 700 m dýpi, en við landið hefur hún

fundist á 30 – 1341 m dýpi og við ‐1,8 – 9,1 °C (Ingibjörg G. Jónsdóttir, 2014). Ísrækja er mikilvæg og góð fæða til dæmis þorsks og grálúðu, enda afar fiturík.

Nytjar: Ísrækja er ekki veidd til manneldis.

Heimild: https://www.hafogvatn.is/is/midlun/utgafa/haf-og-vatnarannsoknir/raekjutegundir-vid-island

Did you find the content of this page helpful?