Hrossarækja

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Crangon allmani

Hér við land hafa fundist fjórar rækjutegundir sem eru allar mjög líkar í útliti; litli þvari, sabinsrækja, sandrækja og hrossarækja. Til þess að aðgreina þær má nota eftirfarandi aðferð: Byrjað er á því að strjúka yfir skjöldinn, ef á honum eru rákir/gaddar er þetta sabinsrækja eða litli þvari. Ef skjöldurinn er sléttur þá þarf að strjúka yfir síðasta liðinn fyrir frama).n halablöðkuna; ef á honum eru rákir er þetta hrossarækja, en ef hann er sléttur er þetta sandrækja. Til að greina á milli sabinsrækju og litla þvara er best að skoða spjótið, en það er flatt og nær fram fyrir augun á litla þvara.

Einkenni: Hrossarækja er af ætt rækja Caridea. Hún verður ekki mikið stærri en 7,5 cm að heildarlengd.

Hún er brúnleit á litinn og spjót er ótennt. Miðlína skjaldar er með einn framvísandi gadd. Hrossarækja er mjög lík sandrækju, enda eru þær náskyldar. Hrossarækja er heldur grannvaxnari og hefur rákir á síðasta halaliðnum fyrir framan halablöðkuna. Hrossarækja heldur sig á meira dýpi og í kaldari sjó en sandrækja (de Kluijver og Ingalsuo, 2018).

Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.

Fundarstaðir hrossarækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli, svartir úr skjóðu og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.

Útbreiðsla: Hrossarækja hefur fundist víða í Norður‐Atlantshafinu, allt frá Hvítahafinu að Biskay‐flóa. Hún heldur sig á leir‐ eða sandbotni og er aðallega á 20 – 250 m dýpi (de Kluijver og Ingalsuo, 2018). Við Ísland hefur hrossarækja fundist allt í kringum landið og hefur mjög oft fundist inni á fjörðum vestanlands. Hún hefur aðallega verið greind í fæðusýnum og þá helst í þorskmögum. Hún hefur fundist á 27 – 589 m dýpi og við ‐1,3 – 9,5°C.

Lífshættir: Hrossarækja lifir m.a.a á krabbadýrum og liðdýrum (Allen, 1960). 

Nytjar: Hrossarækja er ekki nytjuð.

 

Heimild: https://www.hafogvatn.is/is/midlun/utgafa/haf-og-vatnarannsoknir/raekjutegundir-vid-island

Did you find the content of this page helpful?