Gljálaxasíld

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Lampadena speculigera
Danish: spejlhalet prikfisk
Faroese: spegilsprikkafiskur
English: Mirror lanternfish
French: lampe á nez denté

Gljálaxsíld er langvaxin og frekar þykkvaxin og því ólík flestum öðrum laxsíldartegundum hér við land. Hún er hausstór og jafnskolta og ná skoltarnir vel aftur fyrir stór augun. Bak- og raufaruggar eru frekar stuttir en háir. Fremri rætur raufarugga eru andspænis eða rétt aftan við afturrætur bakugga. Lítill veiðiuggi er aftan við bakugga og eyruggar ná aftur fyrir kviðuggarætur. Kviðuggar eru andspænis framanverðum bakugga.

Ljósfæri eru neðriskoltsljós tálknaljós, níu brjóstljós, öll í beinni línu, sex raufarljós, sjö raufaruggaljós, engin stirtluljós en tvö spyrðuljós. Þá eru forljós, eyruggaljós, kviðuggaljós, eitt ofanraufarljós og eitt hliðarIjós. Einnig er Ijóskirtill á efri stirtlu og neðri stirtlu. Gljálaxsíld verður um 20 cm löng.

Geislar: B: 13-15; R: 13-15.

Heimkynni gljálaxsíldar eru í Atlants-, Indlands- og Suður-Kyrrahafi. Hún er víða í norðaustanverðu Atlantshafi og m.a. á Íslandsmiðum og við suðaustanvert Grænland.

Gljálaxsíldar varð fyrst vart á Íslandsmiðum í ágústlok árið 1950 en þá veiddust fjórir í Rósagarðinum undan Suðausturlandi. Síðan hefur hún veiðst alloft djúpt undan Suðaustur-, Suðvestur- og Vesturlandi og virðist víða vera talsvert um hana á þeim slóðum.

Lífshættir: Gljáalaxsíld er úthafs- og miðsævarfiskur sem veiðst hefur niður á 950 m dýpi. Lítið er vitað um fæðu og hrygningu.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

 

Did you find the content of this page helpful?