Eyjasurtla

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Linophryne maderensis

Eyjasurtla er stuttvaxinn og smávaxinn fiskur. Hrygnur eru með veiðistöng sem er 30,5-36 mm löng, ljósfæri án þráða út frá endanum, en tveir þræðir, án hliðargreina, eru á efri hluta „perunnar",- engir þræðir aftan við „perugatið". Skeggþráður um helmingur af lengd að sporði, ógreindur hluti stofns 25-35% af lengd að sporði; skiptist síðan upp í fjórar aðalgreinar, tvær þær fyrstu einfaldar með fá Ijósfæri á hvítleitum enda, hinar tvær enda í 2-4 mjóum hvítleitum þráðum sem hver er með röð af Ijósfærum. Eyjasurtla getur orðið a.m.k. 20 cm löng.

Litur er svartur.

Geislar: B: 3; R: 3.

Heimkynni. Til skamms tíma var eyjasurtla einungis þekkt undan ströndum Madeira í sunnanverðu Norður-Atlantshafi, en þar hafa þrjár hrygnur veiðst. Í maí 2006 veiddist 9,3 cm löng eyjasurtla í flotvörpu djúpt suðvestur af Reykjanesi (u.þ.b. 62°30' N, 27°30' V) og í júlí 2007 veiddist 20 cm hrygna á 350-950 m togdýpi í Grænlandshafi (62°44,5'N, 35°31,5'V). Þessi seinni fundur er utan Íslenskrar lögsögu, en sú hrygna var með áfastan hæng, 3,7 cm langan, og er þetta í fyrsta sinn sem eyjasurtluhrygna finnst með áfastan hæng. Einnig er þetta stærsta hrygna sem vitað er um.

Lífshættir. Eyjasurtla er miðsævis- og djúpfiskur, en lífshættir eru að öðru leyti óþekktir. Hængar eru dvergvaxnir og lifa áfastir hrygnunum.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

Did you find the content of this page helpful?