Drekahyrna

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Chaenophryne draco
Danish: Drage mareangler
English: Smoothheaded dreamer, Lesser smoothhead

Drekahyrna er smávaxinn og mjög hausstór fiskur. Kjaftur er stór og á skoltum eru nálhvassar tennur. Engir gaddar eru á ofanverðum haus. Stærð er 14-15 cm.

Litur: Drekahyrna er svört á lit.

Geislar: E: 16-19.

Heimkynni eru í öllum heimshöfum. Lirfur og ein hrygna hafa fundist, m.a. norðan Madeira. Sex fiskar hafa veiðst undan Suður- Grænlandi. Á Íslandsmiðum veiddust fyrstu tvær drekahyrnurnar í júní árið 1990 á grálúðuslóðinni vestan Víkuráls. Síðan hafa 60-70 drekahyrnur veiðst á svæðinu frá úthafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg djúpt suðvestur af landinu og norður á grálúðuslóðina vestan Víkuráls og ein hefur veiðst i Berufjarðarál. Þessir fiskar voru 9-15 cm langir og veiddust flestir í flotvörpu á um 500-800 m dýpi en einnig i botnvörpu á um 400-1100 m dýpi. Þá hafa nokkrar veiðst utan Íslensku fiskveiðilögsögunnar suðvestur og vestur af landinu.

Lífshættir: Drekahyrna er miðsævis- og djúpfiskur sem lítið er vitað um.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

Did you find the content of this page helpful?