Dílamjóri

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Lycodes esmarkii
Danish: Esmarks ålebrosme
Faroese: úlvfiskur
Norwegian: ulvefisk
Swedish: stor ålbrosme
English: Greater eelpout
German: Wolfsfisch
French: lycode d'Esmark
Russian: Североатлантический узорчатый ликод / Severoatlantítsjeskij uzórtsjatyj likód, Тресочка Эсмарка / Tresótsjka Esmarka

Miðlæg og kviðlæg rák sést á dílamjóra en sú miðlæga er oft dauf. Hreistur er vel þroskað og eru kviður, uggar og háls hreistruð en haus er hreisturlaus. Tennur í neðri skolti eru margar og þéttstæðar og mynda óreglulega tvöfalda röð sem breikkar fram eftir í þrjár til fjórar raðir. Fjarlægðin frá trjónu að rauf er 38-41% af lengd fisksins. Hann hefur enga skúflanga. Dílamjóri er stærsta mjórategundin í Norður-Atlantshafi. Hér hefur sá stærsti mælst 102 cm og var það í júní 1975 undan Austfjörðum (64°46N, U°37V). Hann er þó sjaldan stærri en 50-60 cm.

Litur: Dílamjóri er dökkbrúnn eða grár að ofan en ljósari á kvið. Ungir fiskar eru með fimm til níu Ijósar þverrendur sem eru eins og Y á hvolfi frá bakugga og niður undir miðlínu. Ljós rönd er yfir hnakka. Meðalstórir fiskar (30-40 cm) fá tvöfalda rönd og fullorðnir fiskar (50 cm og stærri) fá eins konar keðjumynstur. Hnakkabandið verður þá hringlaga eða hverfur stundum alveg. Lífhimna og kjafthol eru svört.

Geislar: B: 105-108,- R: 90-94,- E: 22-23,- hryggjarliðir: 114-117.

Heimkynni dílamjóra eru við Ísland, Færeyjar og í Noregs-Hjaltlandshallanum, norður með strönd Noregs yfir í suðurhluta Barentshafs. Einnig við Austur- og Suðvestur- Grænland og Nýfundnaland og enn lengra suður með strönd Norður-Ameríku að 39°50'N (sennilega er þar um að ræða undirtegundina Lycodes esmarki vacbonii).

Við Ísland fannst dílamjóri fyrst árið 1902 á 550 m dýpi undan Austfjörðum (þar sem síðar var kallað Rauðatorgið). Hér lifir hann einkum í kalda sjónum undan Norðvestur-, Norður- og Austurlandi þar sem hann er ekki mjög sjaldséður á djúpmiðum en hans verður einnig vart djúpt undan Suðausturlandi suður á Íslands-Færeyjahrygg og í Berufjarðarál og undan Vesturlandi.

Lífshættir: Dílamjóri er botnfiskur á leirbotni á 150—1200 m dýpi i —0,4 til 5°C heitum sjó.

Fæða er nær eingöngu slöngustjörnur.

Dílamjórar með fullþroskuð hrogn hafa fundist hér við land í júnílok. Hann gæti því hrygnt að sumri eða hausti til en nýrri rannsóknir benda jafnvel til hrygningar fyrri hluta vetrar. Egg eru botnlæg, fjöldi þeirra um 1200 og hvert egg 6 mm í þvermál.

 

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

Did you find the content of this page helpful?